Skip to the content

Um Arcanum

Hópur starfsmanna Arcanum á góðum degi á jökli
Starfsmenn Arcanum á góðum degi.

Nafnið á fyrirtækinu, Arcanum, merkir leyndardómur. Á það vel við starfsemina. Ekki vegna þess að einhver leynd hvíli yfir henni, heldur vegna þess að við eigum okkur það takmark að opinbera leyndardóma öræfanna fyrir okkar gestum.

Stofnendur fyrirtækisins þau Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason hafa mikla reynslu af ferðalögum á fjöllum.  Undanfarin 20 ár hafa þau rekið ferðaþjónustu við Mýrdalsjökul og farið með ferðalanga upp á jökulinn og inn á hálendið á vélsleðum og jeppum. Reksturinn hefur gengið vel og nýlega ákváðu þau að stofna nýtt fyrirtæki um reksturinn. Nú hefur fyrirtækið bætt við jöklagöngu og ísklifri en þær ferðir fara fram á Sólheimajökli, skriðjökli sem gengur suður úr Mýrdalsjökli.

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti og syðsti jökull Íslands.Jökullin hvílir í stærstu eldfjallaöskju landsins, Kötluöskjunni (110km2). Meðalþykkt Mýrdalsjökuls er um 250 metrar en sumstaðar er ísinn allt að 7-800 metra djúpur.  Yfirborð jökulsins er um 600 ferkílómetrar, í allt eru þetta 130 rúmkílómetrar af ís. Goðabunga er hæsti hluti jökulsins 1515 metrar og Hábunga fylgir eftir 1505 metrar, en þetta eru snjódyngjur og hæðin getur verið mjög breytileg, jafnvel frá ári til árs.   Talið er að um 20 stórgos hafi orðið í Kötlu á sögulegum tíma, síðast 1918.  Jökulhlaupin sem verða samfara stórgosi í Kötlu eru ægileg og náttúruhamfarirnar ótrúlegar enda er talið að um 100.000-300.000 rúmmetrar af vatni á sekúndu  flæði fram í Kötluhlaupum.

Undraland, já þetta er sannkallað leikfangaland, snjór, sandur, vélsleðar, fjórhjól, jeppar, trukkar og fullt af leiktækjum til að njóta jöklamennsku og útiveru. 

 

Leyfi og gæðavottanir