Gistihús Arcanum er glænýtt, var opnað sumarið 2013 við Ytri Sólheima 1.

Gistihúsið rúmar 24 persónur í 8 herbergjum, tilvalin fyrir bæði einstaklinga og pör, fjölskyldur og/eða minni hópa. Herbergin eru rúmgóð með nýmóðins innréttingum, sem gera þau hin glæsilegustu. Herbergin skiptast í 6 tveggja manna / einstaklings herbergi, 1 x fjögurra manna herbergi, (160 cm neðri og 140 cm breið efri koja) og 1 x sex manna herbergi með sér setustofu (tvíbreytt rúm og 2 x kojur), tilvalið fyrir fjölskyldu.

Gistihúsið er í eigu og staðsett við afþreyingafyrirtækið Arcanum, og því tilvalið að saman gleði og gistingu. Arcanum býður m.a. upp á vélsleða- og jeppaferðir á Mýrdalsjökul, eldfjallaferðir, jöklagöngu og ísklifur á Sólheimajökul og fjórhjólaferðir niður á Sólheimasand.

Fyrir pantanir og fyrirspurnir hafðu sambandi við:  info@arcanum.is  

Book Now