Skip to the content

Kajakferð á lóninu við Sólheimajökul

Myndir

Lengd
2-2½ klst
Erfiðleikastig
Auðvelt
Brottför frá
Sólheimajökull
Verð frá
16.700 ISK

Sigldu meðal ísjaka á lóninu framan við Sólheimajökul

Einstök náttúruupplifun! Á kajak gefst þér tækifæri til að njóta kyrrðarinnar og sjá jökulinn frá óvenjulegu sjónarhorni.  Ferðin hefst með því að leiðsögumaðurinn okkar lætur þig fá búnaðinn og fer í gegnum það með þér hvernig stýra á kajaknum, en auðvelt er að stýra kajökunum sem við notum og engrar fyrri reynslu er þörf. Þegar haldið er frá landi komum við inn í heim ísjakanna á lóninu. Sigling á stilltu vatninu í þessu töfrandi jökulmótaða landslagi er engu lík. Leiðsögumaðurinn mun vísa þér veginn framhjá ísjökum og upp að jöklinum sem við getum þá virt fyrir okkur frá sjónarhorni sem fáum er aðgengilegt. Að lokum höldum við aftur til strandar með skemmtilegar minningar í farteskinu.

Athugið: Kajakferðin er í farin með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum (Icelandic Mountain Guides).

Included: 
-Leiðsögumaður
-Kajak, ár og þurrbúningur 


Aldurstakmark: 12 ár


Númer ferðar:
AG105

Bóka

Loading...

Leyfi og gæðavottanir