Skip to the content

Jöklaganga

Myndir

Lengd
3 - 3½ klst
Erfiðleikastig
Hóflegt
Brottför frá
Sólheimajökull
Verð frá
14.990 ISK

Þessi skemmtilega ferð hefst við jöklagöngu og ísklifur bækistöð okkar við Sólheimajökul. Áður en haldið er á jökulinn eru mannbroddarnir mátaðir, hjálmurinn settur á höfuðið, smeygt sér í beltið og ísöxin handleikin. Þegar allt er klárt er gengið á vit ævintýranna.

Eftir stutta göngu er komið að jökuljaðrinum og gert klárt fyrir ísinn. Broddarnir spenntir undir skóna og farið yfir öryggisatriði í sambandi við ferðina á jöklinum.

Sólheimajökull er syðsti jökull landsins hann fellur frá Mýrdalsjökli í um 1100 metra hæð úr suðurbarmi Kötlu eldstöðvarinnar. Jökulinn er stórbrotinn og á honum má finna mjög fjölbreytt landslag með svelgjum, sprungum, jökuldrýlum, hryggjum og lægðum.

Þar sem jökulinn fellur niður á láglendi þá er hann oftast snjólaus nema þá helst einhverja daga eða vikur yfir veturinn.

Jökulísinn skartar því oftast sínu fegurst þegar gengið er á jöklinum og litur hans og litbrigði eru stórfengleg. Landslagið allt í kringum jökulinn er líka áhugavert, þar sem sjá má hvernig jökulinn hefur rutt fram jökulruðningum og jökulurð og fjöllin allt í kring bera þess merki að jökulinn hefur sorfið þau í gegn um aldirnar. Svæðið hefur því upp á að bjóða miklar andstæður í landslagi sem gerir það enn meira spennandi og áhugaverðara.

Um leið og gengið er á jöklinum ausum við yfir fólki fróðleik og sögum af svæðinu. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að myndun jökulsins og landslagi hans ásamt áhrifum kerlingarinnar Kötlu á mótun svæðisins.

Aldurstakmark: 10 ára
Ferðin hentar fólki við góða heilsu

Innifalið: 
- Mannbroddar
- Hjálmur
- Belti
- Ísöxi
- Leiðsögn


Vörunúmer:
AG102

Myndband

Bóka

Loading...

Leyfi og gæðavottanir