Skip to the content

Jöklaganga og Suðurströnd

Myndir

Lengd
11 - 12 klst
Erfiðleikastig
Hóflegt
Brottför frá
Reykjavík
Verð frá
19.990 ISK
Þessi ferð hefst í Reykjavík þar sem við sækjum þig á hótel eða gistihús. Þar stígur þú um borð í rútuna og við keyrum sem leið liggur yfir Hellisheiði og eftir suðurströndinni að bækistöðvum okkar við rætur Sólheimajökuls sem er skriðjökull sem gegnur niður úr Mýrdalsjökli.
Þar hittir þú jöklaleiðsögumanninn okkar sem undirbýr þig fyrir ferðina, þegar þú ert kominn í beltið, búinn að setja hjálminn á höfuðið og búið að máta á þig mannbroddana er gengið að jöklinum. Gangan þangað tekur um 15 til 20 mínútur. Þar eru broddarnir spenntir á og farið fyrir atriði sem snúa að öryggi á jöklinum ásamt grunnatriðum í notkun á öryggisbúnaði.
Því næst er haldið á jökulinn og skoðað það sem hann hefur upp á að bjóða, svo sem jökuldríli, sprugnur, svelgi og fleira. Jökulinn hefur hopað mikið á undanförnum árum og því gaman að skoða ummerkin um það á og við jökulinn.
Eftir jöklagönguna er hægt að versla sér léttar veitingar á Arcanum jöklakaffi og síðan er stigið aftur upp í rútuna og haldið áleiðis til Reykjavíkur. Á leiðinni er stoppað á tveimur af glæsilegustu fossum Suðurlands, Skógafossi og Seljlandsfossi og notið þeirrar stórbrotnu og fögru náttúru sem þeir skarta.
 
Ferðin hentar fólki sem er við góða heilsu og á auðvelt með gang
 
Lágmarks aldur í þessa ferð er 10 ára. 

 

Innifalið: 
- Leiðsögn (enska/íslenska)
- Rúta til og frá Reykjavík
- Mannbroddar
- Hjálmur
- Belti
- Ísöxi
- Annar öryggisbúnaður ásamt leiðsögn heimamanns.


Vörunúmer:
 IMG01

Bóka

Loading...

Leyfi og gæðavottanir