Arcanum hefur í gegnum árin skipulagt og boðið upp á ferðir fyrir almenna hópa og skólahópa. Við höfum mikla reynslu í skipulagningu jöklaferða svo sem jöklagöngu, snjósleðaferða og trukkaferða fyrir þessa hópa

Við leggjum mikið upp úr öryggi í okkar ferðum, sem felst í góðri þjálfun starfsfólks og við gætum þess að bjóða bara upp á vandaðan og góðan öryggisbúnað. 

Við leggjum einnig mikla áherslu upp á fræðslu í ferðum okkar og deilum henni óspart með gestum okkar svo þeir fari fróðari frá okkur og reynslunni ríkari af náttúru svæðisins, jöklinum og eldfjallinu Kötlu sem hann hefur að geyma. 

Vinsælustu hópferðirnar okkar eru:

Jöklaganga: Frá 2 klukkutímum. Þar göngum við á Sólheimajökli sem er syðsti jökull landsins, skriðjökul sem teygir sig niður suðurhíðar Mýrdalsjökuls. Svæðið í kringum jökulinn og jökulinn sjálfur hefur breyst mikið á síðustu árum og því einstaklega auðvelt að útskýra landmótun svæðisins og hvering jökulinn spilar stórt hlutverk þar. 

Ísklifur: Frá 3 klukkutímum. Ísklifur er skemmtileg íþrótt og hentar svæðið vel þeim sem eru að prófa það í fyrsta skipti. Um er að ræða svokallað top rope klifur, farið er í grunnþætti tækni ísklifurs þannig að þáttakendur nái sem bestum tökum á tækninni og njóti þess að klifra í ísnum. 

Trukkaferðir: 1 til 2 klukkutímar:  Trukkarnir eru frábær farartæki til að nota til að komast í nánd við jökulinn eða skoða svarta sandinn. Þeir eru öflug tæki sem gaman er að ferðast í og setja upplifunina á hærra plan. 

Það erum margir og fjölbreyttir gistimöguleikar á svæðinu og einnig gefur nálægðin við marga af vinsælustu náttúruperlum landins svo sem Skógafoss, Dyrhólaey, Seljalandsfoss, Reynisfjara, Seljavallaug svæðið áhugavert til skoðunar. 

Við getum hjálpað þér að skipuleggja fræðandi og skemmtilega ferð um svæðið. 

Fyrirspurnir um hópferðir má senda á netfangið okkar info@arcanum.is