Skip to the content

Fjórhjólaferð og Suðurströnd

Myndir

Lengd
10 klst
Erfiðleikastig
Auðvelt
Brottför frá
Reykjavík
Verð frá
29.990 ISK
Þetta er dagsferð úr Reykjavík sem samanstendur af akstri um suðurströnd Íslands, fjórhjólaferð á svörtum söndum og stoppi við stórbrotnu fossa Eyjafjalla. 
Ferðin hefst árla dags í Reykjavík þar sem við sækjum þig á hótel eða gististað, ekið er áleiðis til móts við svæðið sunnan Mýrdalsjökuls, Sólheimasand. Þegar þangað er komið skellum við þér í fjórhjólagallann og setjum hjálminn á höfuðið. Þá er farið yfir öryggisreglur og kennt á fjórhjólin. 

Ekið er niður á Sólheimasand, sem er sandfæmi sem myndast hefur á síðustu árþúsundum eftir jökulhlaup frá eldstöðinni Kötlu sem hvílir undir Mýrdalsjökli. Landslagði á sandinum er stórbrotið og á leiðinni um sandinn er ekið yfir ár og læki. Leiðin liggur að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en þar hefur flugvélin legið á sandinum frá 1973. Flakið hefur notið mikilla vinsælda og komið fyrir í fjölda auglýsinga, kvikmynda og tónlistarmyndbanda, má þar til dæmis nefna myndbandi Justin Bieber I´ll show you en einnig kemur það fyrir í myndbandi Bollywood stjarnanna Shah Rukh Khan og Kajol, Gerua
Eftir að hafa staldrað við flugvélarflakið er haldið eftir ströndinni til vesturs í átt að Jökulsá á Sólheimasandi eða Fúlalæk eins og heimamenn kalla hana þar sem oft leggur af ánni sterkan brennisteins fnyk þegar jarðhitavatn skilar sér undan Sólheimajökli. Þá er ekið að fjallsrótum Mýrdalsjökuls á leiðinni gefst gott tækifæri til að njóta útsýnis á fallegum degi þar sem sést vel til Dyrhólaeyjar, Vestmannaeyja, til Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls
Að endingu er komið aftur að bækistöð okkar þar sem rútan bíður og ekur með þig til móts við hina stórfenglegu fossa Eyjafjalla, þá Skógafoss og Seljlandsfoss áður en haldið er sem leið liggur til Reykjavíkur. 
Þeir sem aka fjórhjólunum þurfa að hafa gilt ökuskírteini.
Vinsamlegast athugið að í þessari ferð er innifalið, rútufar frá Reykjavík, fjórhjólaferð og stopp á Skógafossi og Seljlandsfossi

Innifalið: 

- Leiðsögumaður (íslenska/enska)
- Snjósleði (tveir á ATV)
- Galli
- Lambhúshetta
- Hjálmur
- Skór
- Pick up á gisitstað í Reykjavík
- Rútufar
- Suðurströnd
- Skógafoss
- Seljalandsfoss

 

Vörunúmer: AG009

Myndband

Bóka

Loading...

Leyfi og gæðavottanir