Skip to the content

Fjórhjólaferð 1 klst.

Myndir

Lengd
1 klst
Erfiðleikastig
Auðvelt
Brottför frá
Mýrdalsjökull
Verð frá
14.990 ISK
Þegar allir eru tilbúnir, komnir í gallana og með hjálmana á höfiðið fer fram kennsla á fjórhjólin þar sem einnig er farið yfir öryggisatriði ferðarinnar.
Ekið er frá bækistöð okkar að Ytri Sólheimum 1 niður á Sólheimasand og Sólheimafjöru á leiðinni er farið yfir læki og ár. Tekið stopp í fjörunni og hvalbeinin sem þar eru skoðuð. Þaðan er haldið sem leið liggur að flugvélarflakinu sem verið hefur á sandinum frá því 1973. Flugvélaflakið hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og er orðið vinsæll staður til að stoppa þegar ferðast er um Suðurland. 
Það hefur fengið mikla umfjöllun svo sem í myndbandi Justin Bieber I'll show you en einnig kemur það fyrir í myndbandi Bollywood stjarnanna Shah Rukh Khan og Kajol, Gerua
Þaðan er haldið sem leið liggur upp eftir Sólheimasandi til móts við fjöllinn með fallegu útsýni upp til Mýrdalsjökuls og eldfjallsins Kötlu sem hvílir undir jökulhettinni. 
Ökumaður þarf að hafa gilt ökuskýrteini

Greitt er aukalega fyrir að vera ein/einn á hjóli eða þegar fjöldi farþega er oddatala (1,3,5 .......)

Innifalið: 
- Leiðsögumaður (enska/íslenska)
- Fjórhjól
- Utanyfirgalli
- Hjálmur
- Lambhúshetta
- Vettlingar
- Skór

 

Vörunúmer: AG401

 

Myndband

Bóka

Leyfi og gæðavottanir