Content Center (Navigation left)
Þessi ferð hefst með því að við sækjum þið á gististaðinn þinn í Reykjavík. Rútan ekur síðan með þig sem leið liggur austur fyrir fjall til móts við Mýrdalsjökul. 
Þegar komið er í bækistöð okkar við jökulræturnar er farið í hlífðar og öryggisbúnað og síðan ekið sem leið liggur upp heiðina í  trukk til móts við jökulinn og eldfjallið Kötlu þar sem sleðarnir bíða.
Þegar búið er að fara yfir öryggisatriði og kenna á sleðana er haldið upp á Mýrdalsjökul og ekið áleiðis að brún Kötlu öskjunnar. Eftir klukkustund er komið til baka aftur og ekið til baka niður í bækistöðar okkar þar sem rútan bíður og ekur síðan með þig aftur til Reykjavíkur. Á leiðinni  er stoppað við Skógafoss og Seljalandsfoss og notið þeirrar einstöku náttúru sem þeir hafa upp á að bjóða. 
 
Gerð er krafa um að sá sem ekur snjósleða sé með gilt ökuskírteini.

Greitt er aukalega 10.000 kr. fyrir að vera einn á sleða (eða þegar bókað er oddatala)
Vinsamlegast athugið að í þessari ferð er innifalið, rútufar frá Reykjavík, snjósleðaferð og stopp á Skógafossi og Seljlandsfossi

Kort af ferðinni:

For online booking:

Loading...