Content Center (Navigation left)

Mæting að Ytri Sólheimum 1 hálftíma fyrir brottför. Þar erum við með allan útbúnað til vélsleðaferðarinnar, svo sem galla, hjálma. Þegar allir eru klárir er ekið á trukk upp Sólheimaheiði að Mýrdalsjökli þar sem vélsleðarnir eru staðsettir.

Í upphafi ferðar er farið yfir öryggisreglur, meðferð og notkun vélsleða, og öryggisreglur í umgengi um jökla. Það eru leiðbeinendur og fararstjórar með í ferðum hjá Arcanum sem stýra för og hugsa um að allt fari vel og fólk njóti sem best jöklaferðarinnar. Frá skálanum okkar í um það bil 800 metra hæð höldum við á jökulinn á vélsleðunum og stefnum á brún Kötlu-öskju.

Leiðin liggur upp meðfram Sólheimajökli sem er lengsti skriðjökull Mýrdalsjökuls og hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Í nærri 1400 metra hæð stoppum við og njótum stórfenglegs útsýnis yfir Suðurland ef veður leyfir og í norðri liggur svo við fætur okkar ein virkasta eldstöð landsins, Katla, hulin ís og snjó.

Á leið okkar niður jökulinn gefst okkur færi á útsýni austur yfir Mýrdal og Dyrhólaey blasir sjónum okkar ef verðurguðirnir eru okkur hliðhollir. 

Myndband úr snjósleðaferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

For online booking:

Loading...