Content Center (Navigation left)
Ferðin hefst í bækistöð okkar að Ytri Sólheimum 1. 
Þar er farið í rétta klæðnaðinn, fjórhjólagalli, lambhúshetta, hjálmur, og hanskar. Því næst er kennt á fjórhjólin og farið yfir öryggisreglur ferðarinnar. 
Ekið er frá bækistöðinni, eftir malarslóða yfir ár og læki sem leið liggur niður á Sólheimafjöru.
Þar er stoppað til að virða fyrir sér útsýnið og skoða hvalbein sem eru á fjörukambinum. Því næst er ekið áleiðis eftir fjörunni að flugvélaflakinu sem notað hefur verið sem sviðsmynd í mörgum auglýsingum, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum, má þar nefna myndband Justin Bieber, I'll Show You svo eitthvað sé nefnt.
Frá flugvélinni er ekið áleiðis eftir ströndinni að Jökulsá á Sólheimasandi og þaðan upp að fjallsrótunum eftir fjölbreyttum malarslóðum í fallegu umhverfi
Þessi ferð bíður uppá fjölbreytt og skemmtilegt landslag. Þar sem fólk fær að njóta náttúrunnar og þeirrar fjölbreytni sem hún hefur upp á að bjóða
Ökumaður þarf að hafa gilt ökuskýrteini

Greitt er aukalega fyrir að vera ein/einn á hjóli 10.000 kr eða þegar bókað er oddatala (1,3,5 .......)

Fjórhjólaferð myndband:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

For online booking:

Loading...